top of page
DSC03972 copy 2.jpg

Hvað er lifandiminningar.is?

Hugmyndin er að ef þig langar að eiga minningar um einstakling sem þér þykir mjög vænt um og vilt festa það á filmu, þá er ég rétti aðilinn til að taka viðtal með spurningum frá mér og þér. Þú sendir mér póst um að þú viljir kaupa þjónustu mína til að festa viðtal á filmu við t.d. móður þína. Hún fær spurningar og fær að sjá myndir. Hún spjallar svo við mig um spurningarnar sem hún fær, segir frá myndum úr mögulega æsku sinni og segir frá þeim. Um uppeldið á þér?
Af hverju gerir þú þetta ekki sjálfur? Jú, ef þú spyrð mömmu, hvernig var ég sem barn? Jú þú varst drauma barn. En ef ég spyr, koma þá önnur svör? 
Þessi viðtöl er 100% trúnaður milli þín og mín. Þú kaupir viðtalið sem þú færð á minniskubb eða eins og þú vilt fá viðtalið.
Engin fær aðgang að þessu nema þú!

 

DSC03972 copy 2.jpg
DSC04373 copy.jpg

Ekki bíða með þetta!

Ég mæli með að bíða ekki of lengi með að fá mig til að taka viðtal við þitt fólk. Sumir vilja taka viðtal við ömmu og afa, áður en þau hverfa af yfirborði jarðar. Átt frænda sem er mikill sögumaður og þú vilt kaupa viðtal við hann, um hann og sitt fólk?

Það er of seint að bíða of lengi......

Ég sé svo eftir að hafa ekki tekið viðtal við pabba minn sem dó 10.október 2023. Hann var mikill karakter og sagði skemmtilega frá. En ég var of seinn, ég gæfi mikið til að geta horft á hann hlæja í myndavélina af upprifjun úr bernsku, af uppeldinu á okkur bræðrum. Frásagnir af vinnufélögum hjá símanum. 

Ef þú vilt senda mér póst til að fá frekari upplýsingar, þá er bara að senda mér línu. 

Þetta er tímafrekt að græja svona viðtal, ég þarf að undirbúa viðtalið, hafa búnað sem tekur hljóð og mynd, mæti heim til þeirra sem á að taka viðtalið við. Viðtalið getur verið 1-3 klst. Eftirvinnsla er töluverð vinna og svo að koma þessu til þín. 

 

Það sem þú þarft að gera, ákveða við hvern ég á að spjalla, láta viðkomandi vita að þetta verði gert.

Ég tel mig vera með góða nærveru og því passa upp á að hræða ekki fólk. 

Ég set upp myndavél fyrir framan einstaklinginn sem á að tala við. 

Þetta verður persónulegt, við ræðum fyrst saman um hvernig þetta verður og svo byrjum við að spjalla.

Traust og aftur traust er algjörlega það sem við verðum að vinna með. 

© 2025 by Lifandi Minningar. All rights reserved.

bottom of page