

LIFANDI MINNINGAR

Lifandi Minningar fangar sögur fólks með hlýju og virðingu. Ég tek upp viðtöl við foreldra, afa og ömmur, varðveiti rödd, bros og augnablik sem annars myndu gleymast. Með samspili mynda, hljóðs og frásagna verða til lifandi endurminningar sem fjölskyldur geta deilt og átt um ókomin ár. Markmiðið er einfalt: að gera sögu hvers manns lifandi og áþreifanlega fyrir komandi kynslóðir.
Ég kem heim til fólks og tek viðtöl sem eru tekin upp á video. Þú hefur þá upptöku af þínu fólki og sérð viðbrögð þegar það fær t.d. að sjá ljósmynd sem hann/hún á að lýsa.
Það er ótrúlega mikil verðmæti að geta hlustað á ættingja hvort sem þeir eru hjá okkur eða farnir yfir móðuna miklu.
Ég heiti Sæþór Steingrímsson og er fjölskyldan númer eitt hjá mér.
Ljósmyndun er eitt af mínum uppáhalds áhugamálum. Er með ljósmyndasíðu icylens.com ef þú vilt skoða ljósmyndir.
Sendu mér línu ef þú vilt fá viðtal við þína nánustu. Verð og upplýsingar sendi ég svo á þig og ræðum framhaldið.
lifandiminningar@lifandiminningar.is